This site uses cookies and similar technologies to operate as expected (e.g. maintain your connection).

Góð ráð

Fylgdu þessum góðu ráðum þegar þú undirbýrð söfnunina þína. Hafðu svo endilega samband ef þig vantar frekari hjálp.

1. Fyrsta skrefið

Það getur verið árangursríkt að leggja sjálf/ur til fyrsta framlagið því oft vill fólk ekki vera fyrst til.

2. Af hverju þetta málefni?

Láttu fólk vita hvers vegna málefnið sem þú ert að safna fyrir skiptir þig máli.

3. Byrjaðu á þínum nánustu

Það er gott að byrja á því að segja þínum nánustu frá söfnuninni til þess að koma henni af stað - þau eru líklegust til að styrkja.

4. Deildu á samfélagsmiðlum

Þegar söfnunin er komin af stað er sniðugt að deila henni á samfélagsmiðlum. Þú getur "taggað" fólk sem hefur nú þegar styrkt þig og þakkað þeim fyrir sem og látið vini og vandamenn deila söfnuninni á sínum miðlum. Þannig munu fleiri sjá söfnunarsíðuna og auka þannig líkur á að fleiri framlög berist.

5. Eftirfylgni

Gott er að fylgja söfnuninni eftir t.d. með tölvupósti þegar þú nærð mismunandi áföngum (50% safnað, 75% safnað o.s.frv.) og fáðu hjálp við að ná meiri árangri.

6. Haltu áfram að þakka fyrir og upplýsa

Haltu áfram að þakka fyrir framlögin sem berast, t.d. á samfélagsmiðlum. Það tryggir einnig að fleiri sjái söfnunina. Útskýrðu hvert peningarnir fara og hverju þeir breyta.


Tilbúin/n? Byrjaðu þína söfnun núna.

Það tekur aðeins tvær mínútur að setja upp söfnunina þína. Þú velur titil söfnunar og mynd og þú ertu tilbúin/n að byrja að safna fyrir í þágu barna.